Hringferdin ehf
föstudagur, júní 20, 2003
  Jæja það er kannski réttast að ljóstra því upp hverjir Halli og Loftur eru... Fólk er víst eitthvað farið að undrast um það hversu mörg við hefðum verið saman í ferðinni... Ég vil minna fólk á það áður en ég held áfram að það er betra að vera skrýtinn en leiðinlegur c",) Halli verður til vegna Lofts. Þ.e.a.s þegar það er of mikið loft í vindsængunum okkar í fína tjaldinu okkar þá myndast halli út við hliðarnar. Þannig vildi það til að Lena Dóra fékk í bakið c",) Ok það má kannski segja að við hefðum verið of lengi saman, það gerir engum gott að vera lokaður lengi inn í bíl með fullt af öðrum vitleysingum!!! Já Ylrún, ef einhverjir voru að velta því fyrir sér hver hún væri þá er það svefnpokinn hans Geira...

Hver veit nema að föstudagsbloggið birtist hérna von bráðar...

Bába Beck´s 
fimmtudagur, júní 19, 2003
  Já það er kannski komin tími til að fara að klára þetta blogg þar sem við erum öll löngu komin heim úr hringferðinni... Ég hef samt trú á því að allir sem lásu þetta séu búnir að fá að heyra lok sögunnar. En here it goes.

Fimmtudagurinn 12 júní

Við vorum sem sagt aðfaranótt fimmtudagsins á Borgarfirði Eystri hjá frændfólki Geira. Við vöknuðum að venju snemma dags að morgni fimmtudagsins, enda átti mikið eftir að gera þann dag... Já eða ekki, alveg rétt við rönkuðum ekki við okkur fyrr en um eitt leytið. Þá skoluðu allir af sér skítinn og svo var loks lagt af stað um 15:30. Við ætluðum að skoða okkur um þarna í grennd, en eins og að venju þá er rigning í grennd. Það var líka það skýjað að það hefði ekki verið neitt gaman að fara og skoða t.d loðmundarfjörðin og brúnuvík. Þannig að við héldum áleiðis suður á bóginn, austfirðirnir voru teknir með þvílíkum trukk að annað eins hefur ekki sést síðan mamma og pabbi Péturs kláruðu hringinn á þremur dögum, eða svo segir sagan c",)

Alls staðar var rigning og ekki mikið að skoða. Við stoppuðum á Reyðarfirði, tókum bensín, keyptum í matinn og fengum okkur að borðum. Þar var andstaða fínu afgreiðslustelpunnar sem afgreiddi okkur á Dalvík. Það var sko ekkert smá vandamál að afgreiða Lenu Dóru t.d, hún var nefnilega að kaupa popp poka sem ekki stóð á hvað kostaði... Við héldum að stelpan myndi bara hlaupa út og yfirgefa okkur þarna í sjoppunni. Frá Reyðarfirði héldum við svo inn á Eskifjörð, stoppuðum reyndar ekkert þar heldur héldum áfram út að Helgustöðum þar sem leituð var uppi gömul silfurnáma. Sem er by the way frægasta silfurnáma Evrópu. Það lögðu þrír ferðalangar í að fara að skoða námuna, svona eftir að Geiri var búinn að fá aðeins nánari upplýsingar um hvar hana væri að finna. Við fórum með lítið vasaljós en hefðu frekar átt að taka með okkur flóðljós. Ég hefði aldrei ímyndað með að þetta væri svona langt inn og við skoðuðum örugglega ekki 1/5 af námunni. Þegar vasaljósið var farið að blikka og allt kolsvart þarna í kringum okkur var mér hætt að lítast á blikuna. Þannig að við snerum við og ákváðum það að einhvern tímann myndum við koma þarna aftur og þá með fleiri góð vasaljós.

Næst lá leiðin í gegnum Fáskrúðsfjörð, þaðan í gegnum Stöðvarfjörð og framhjá Breiðdalsvík... Það var ekkert stoppað aftur fyrr en á Djúpavogi þar sem við heilsuðum upp á Stjörnubíó Sigga... Hann var eins og alltaf með fastan fótbolta við löppina á sér... Hann er alltaf jafnhress og klikkaður... Við höfðum jafnvel hugsað okkur að gista á Djúpavogi en ákváðum að halda áfram þangað til að við fyndum þurrt tjaldstæði. Við vorum alvarlega farin að halda að við þyrftum að fara alla leið til Reykjavíkur... En þess þurfti sem betur fer ekki. Við stoppuðum á þessu líka fína tjaldstæði á Höfn. Engin smá aðstaða þar. Við komum á Höfn um 01:00, þá var tekið til við að tjalda og grilla. Við fengum heimsókn frá heimamanni eða heimastrák sem var að öllum líkindum að koma af kaffihúsinu. Hann sá einhverja hreyfingu þarna og ákvað að tjékka á stemningunni. Þegar hann gerði sér grein fyrir því að þarna var ekki mikla stemningu að hafa dreif hann sig bara heim að sofa... Ég er greinilega að skrifa þetta aðeins of seint því að ég man ekki svefngalsa kvöldsins. Gæti samt vel trúað því að það hafi verið einhver skot á Halla eða Loft. Að þessu sinni sváfu þeir hvorugir með okkur. Það er stundum gott að vera laus við þá. Skotthildur var eitthvað búin að vera að slá sér upp með Halla en hún fær víst illt í bakið af stellingunum sem hann kemur henni í c",) Þannig að þeir fengu hvorugir að sofa í okkar tjaldi... Enn nennir Ylrún ekki að kynnast okkur hinum og Geiri og hún eru búin að vera on and off alla ferðina... Þetta er nú meira sambandið...
Bába Beck´s
 
miðvikudagur, júní 11, 2003
  Skrifað 11.06 ´03

Ég er kominn í afleysingar fyrir "sérlegan penna hringferðar" þar sem hún var víst búin að fá nóg eftir að vera búin að vinna upp nokkra daga. Jæja ég get víst sjálfum mér um kennt þar sem ég og Geiri voru svo góðir að taka með okkur hleðslutæki fyrir tölvuna... ...sem virkaði ekki. Tölvu haugurinn hefur því verið hálfrafmagnslaus á milli þess sem við höfum höslað hleðslu af sundstöðum landsbyggðarinnar.

Hvað daginn í dag varðar þá vöknuðum við með lungun full af súrefni, nokkuð sem við höfum ekki fengið alveg nóg að hingað til. Í einhverju ótrúlegu skynsemiskasti ákvað Geiri að hafa gluggana á fortjaldinu opna í nótt, viti menn við gátum andað. Það má þó ekki halda að það að vakna hafi verið eintóm hamingja enda undirritaður ekki þekktur fyrir að rjúka framúr, öðru nær. Einhver aumkunaverður sveitamaðurinn vakti okkur með slátturorfi í morgun, ég vona að hann sé enn með hiksta bölvaður.

Þegar við komum okkur svo loksins framúr og mannskapurinn búin að nærast, pakka í bílinn og orðin ferðbúin var stefnan tekið í Borgarfjörðin. Við tókum reyndar smá pit-stopp á Egilsstöðum til að fylla á kæliboxið. Ég kíkti í BT í von um að ná í nýja Metallica diskinn... "nei hann er uppseldur, fáum hann kannski um helgina"... vá maður er góðu vanur í bænum. Annars má ég nú ekki gera grín af Egilstöðum eftir að hafa komið hingað í Borgarfjöðin,.. þetta er það sem menn kalla "sveit".

Annars gistum við hér að Ósi hjá frændfólki Geira. Lena Dóra hefur sýnt mikla takta í eldhúsinu fyrst með því að hita þessa líka fínu snúða og svo með ljúffengu skinku pasta. Geiri er eitthvað að reyna að draga mannskapinn út í göngutúr þessa stundina, hljómar ekkert sérstaklega spennandi, held að hann hafi þó náð að plata Lenu með sér. Garpurinn ég ætla að sitja hjá, ég þoli ekki allt þetta ferska loft.

Pétur Marel 
  Skrifað 11/06 ´03

Eini staðurinn sem ég var búin að gera ráð fyrir að það yrði gott veður á var Atlavík, en þar vöknuðum við í rigningu. Það skrýtna er að það eina sem var blaut eftir rigninguna var tjaldið okkar og grasið í kring en t.d bílinn sem stóð í 10 metra fjarlægð var skraufþurr.

Þessi dagur átti nú bara að vera tekinn með ró og byrjaði hann á því að fara í sund á Egilsstöðum, þar fengum við okkur líka pizzu og verstu franskar sem sögur fara af... Svo varð Bónus fyrir barðinu á okkur og einnig tískufatabúðin á Egilsstöðum þar sem Skotthildur keypti bolinn sem ég mátaði og svo ætluðum við að stríða strákunum með því að koma út með SKÆR svitabönd, en strákarnir nenntu ekki að bíða eftir okkur lengur og komu inn akkúrat þegar við vorum að borga böndin. Jæja þau koma örugglega að gagni síðar meir... Þegar við svo vorum á leiðinni aftur niður í tjald datt okkur nú í hug að fara og láta fylla á gaskútinn okkar svona áður en ferðin væri á enda... Jú svo ætluðum við líka svona rétt að rölta upp að Hengifossi, ég átti ekki von á því að ferðin væri svona löng og ströng upp að Hengifossi og það endaði með því að ég og Skotthildur nenntum ekki alveg upp að fossinum, okkur fannst við sjá hann alveg nógu vel frá staðnum sem við vorum staddar á. Ég var komin á þá skoðun að þegar ég loksins kæmist upp að fossinum þá kynni ég ekki lengur að meta fegurð hans vegna allrar þeirrar orku sem ég hefði lagt í ferðalagið upp að honum... Ferðagleðin og náttúruelskunin alveg að skína í gegn hérna... Þessi ferð varð til þess að við keyrðum aftur til Egilsstaða til að strákarnir, sem fóru alla leið upp að fossi og hlupu síðan aftur niður, kæmust í sturtu.

Við keyptum okkur bara samlokur og ís til að taka með okkur niður í Atlavík, já það voru keyptir 2 lítarar af ís, heit súkkulaðisósa og nóa kropp til að borða þegar við kæmum niður eftir í tjald. Við eigum að sjálfsögðu myndir þessu til sönnunar ef enginn trúir því að svona vitleysingar séu til!!!

Af því að við höfðum nú ekki fengið nóg af göngutúr þennan daginn var farið í smá útsýnisferð um svæðið. Lena og Geiri þurfa aðeins að fara að æfa stökkstílinn sinn því að þeim tókst báðum að stinga löppunum niður í lækina þegar reynt var að stökkva bakkana á milli. Eftir smá klifur var farið aftur inn í tjald þar sem innbyrgt var smá söngvatn til að mýkja röddina, gripið var í gítarinn og okkur tókst að klára aðra bókina alveg og við komumst nú langt með hina bókina.

Svefgalsi kvöldsins er eiginlega ekki prenthæfur svona opinberlega...

Bába Beck´s  
  Skrifað 10/06 ´03

Jahá þessi dagur lagðist nú ágætlega í fólk þar sem við vöknuðum í glampandi sól. En dagurinn átti nú eftir að taka óvænta stefnu. Við byrjuðum á því að labba upp á fjallið sem er inn í Ásbyrgi, tókum stefnuna beint inn í miðja skeifuna. Þar voru að venju teknar nokkrar myndir og sólað sig aðeins!!! Eftir göngutúrinn var ákveðið að keyra inn í Ásbyrgið sjálft. Þar fórum við að skoða Botntjörnina sem hafði að geyma fullt af fiskum og fuglum, það var mjög fallegt þarna og við fórum líka upp á útsýnispallinn þar. Eftir það var gengið niður að lindinni, sem Geiri hafði kvöldið áður skoðað og litist vel á, okkur hinum leist hins vegar ekki alveg jafn vel á þetta þar sem þetta var bara gamall krani sem var með stöðugu vatnsrennsli...

Enn og aftur var farið að raða í bílinn, það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart að dótið skuli komast í bílinn. Við ætluðum að fara fjallveg niður að Kárahnjúkum og þaðan upp í Atlavík. Þetta átti sko að vera allt í einni ferð og við áttum að komast alla leið án þess að snúa við... Við vorum reyndar ekki viss um að þessi fjallvegur væri opinn frekari en fyrri daginn!!! Strákarnir voru búnir að áætla að ferðin tæki um 3 tíma, boy were they wrong!!! Þegar við vorum að komast að seinasta byggða bænum í Jökuldalnum keyrðum við framhjá skilti sem á stóð Kárahnjúkar... Miðað við tímann sem var búin að fara í ferðina þangað og tímann sem við áttum eftir til að komast í Atlavík þá töldum við ekki ráðleggt að fara alla leið niður að Kárahnjúkum líka. Þannig að við héldum áfram framhjá Aðalbóli og eftir að hafa ráðfært okkur við sæta strákinn í sveitinni og horft á hann fara yfir vaðið á ánni þá lét ég mig vaða. Strákarnir voru lærimeistara mínir á leið minni yfir fjallvegina... Leiðin sem valin hafði verið hafði að geyma 3 vöð, langan langan illfæran veg og eitt rör sem strákarnir þurftu eiginlega að grafa yfir, til að hægt væri að keyra yfir það. Þessi fjallaferð gerir það að verkum að Benni þarf ekki að fara neitt á fjöll í sumar á jeppanum, hann er búinn með kvótann þetta sumarið.

Við stoppuðum uppi á fjallinu og fengum okkur að borða á frekar frumstæðan máta þar sem fólk notaði það sem hendi var næst til að smyrja brauðin sín!!! Það er svona þegar raunverulegur ferðatími fer langt fram úr áætluðum ferðatíma... Ekki er um mikið að skrifa um þessa ferð því að það var ósköp lítið að sjá nema auðnir. Við komust loks á leiðarenda tveimur tímum á eftir áætlun eða um rúmlega tíu!!! Þá var ekki mikið annað að gera en að tjalda, borða og svo var farið nokkuð snemma að sofa... Ég get svo svarið það að einu sinni enn var enginn svefngalsi í fólkinu vegna þreytu...

Bába Beck´s 
  Skrifað 09/06 ´03

Við vorum ekkert smá dugleg í gær... Eftir að hafa skoðað Goðafoss og náð að róa okkur niður eftir öskrin í bílnum brunuðum við á Mývatn. Við sáum rigningaský yfir Dimmuborgum þannig að við ákváðum að fara hringinn í kringum Mývatn til að losna við skýin. Við erum nefnilega orðin svo vön þessu góða veðri sem við erum búin að vera í... Við komum í fínu veðri og fengum okkur göngutúr í Dimmuborgum. Fyrst litla hringinn og síðan stóra hringinn sem lá meðal annars að Kirkjunni. Teknar voru fullt af myndum eins og sönnum túristum sæmir :) Strákarnir löbbuðu síðan líka og skoðuðu Grjótagjá. Þar er laug sem fólk baðaði sig einhvern tímann en núna er hún orðin of heit!!! Ég og Lena Dóra nenntum ekki út úr bílnum og ákváðum að bíða bara eftir myndunum, strákarnir eru nefnilega búnir að vera dáldið duglegir að taka myndir. Það verður trúlega hægt að skoða myndirnar hérna þegar við komum heim og svo setur Geiri örugglega einhverjar myndir inn á Bjórkoll.

En aftur að ferðasögunni. Eftir að hafa skolað af okkur skítinn í sundlauginni í Reykjahlíð á Mývatni lá leiðin í átt að Ásbyrgi. Við ákváðum að keyra einhvern fjallveg þarna til að geta komið að Dettifoss hinum megin við þar sem komið er venjulega að honum. Við vorum ekki viss hvort að vegurinn væri lokaður en prófuðum að keyra hann. Þegar við svo mættum litlum Peugot fólksbíl áttuðum við okkur á því að líklegast kæmumst við á leiðarenda c",) Við þurftum að labba aðeins til að komast að Dettifoss þannig að núna var búið að slá út labbið á Sigló :)

Næsta stopp voru Hljóðaklettar, það er merkilegt hvað maður getur verið lengi að fara yfir nokkra km á svona fjallvegum. Þarna var aftur genginn hringur og núna skiljið þið af hverju ég sagði í byrjun að við hefðum verið dugleg... Við skoðuðum Tröllið og síðan Kirkjuna, sem var hrikalega lík kirkjunni í Dimmuborgum. Ég er bara fegin að hafa labbað þennan hring núna því að við vorum að ræða það að við myndum ekki hætta okkur með lítil börn þarna og líklegt er að næst þegar við förum hringinn þá verði það með maka og börnum!!!

Á leiðinni í Ásbyrgi föttuðum við að við hefðum gleymt að láta setja gas á kútinn okkar og einnig að kaupa grillolíu. Þegar við komum í Ásbyrgi þá spurðum við tjaldvörðinn hvort að hann ætti grillolíu, hér eftir kalla ég þetta kveikilög eða grillvökva því að næsta spurning frá tjaldverðinum var: "Já svona kryddaða olíu"... Hann alla vega benti okkur á að maðurinn sem sæi um búðina þarna byggi fyrir aftan búðina og að við gætum prófað að banka upp á hjá honum. Eftir að hafa gengið á alla tjaldbúa á svæðinu, og komist að því í leiðinni að við værum eftirá því að við vorum ein á svæðinu sem vorum ennþá með kolagrill, skrapp Geiri upp á bæ og maðurinn þar var sér og öðrum sveitungum til sóma og vildi glaður redda okkur með eitt stk grillvökva.

Pétur greip sér síðan gítarinn í hönd og einhverja hluta vegna ákvað Geiri akkúrat þá að skreppa í göngutúr... Hummmmm ég skil ekki hvers vegna því að söngurinn var ekki svo slæmur :) Eftir talsverðan söng og góðan göngutúr hjá Geira var ákveðið að koma sér í svefninn. Að þessu sinni snerist svefngalsi kvöldsins upp í algjöra vitleysu sem Geira fannst ekki einu sinni svara verð. Það voru víst einhver skot á hann sem hann kunni ekki alveg við c",)

Bába Beck´s 
sunnudagur, júní 08, 2003
  Skrifað 08/06 ´03 Kl: 13:00
Eftir að hafa hagað okkur eins og hálfvitar í smártíma í gær fengum við okkur að borða... Við erum ekkert smá dugleg að smyrja ofaní okkur! Vonandi kemst þetta bara upp í vana og ég haldi þessu áfram þegar við komum heim!!!

Svo voru teknar nokkrar æfingar í frisbíkasti og boltasparki!!! Það þarf nú varla að taka það fram hver stóð sig best í því... Það er kannski rétt að taka það fram að undirrituð gæti verið smá hlutdræg á köflum :) Við kíktum líka aðeins á aðra tjaldbúa á svæðinu og fundum þar 7 ungmenni sem höfðu rifið sessurnar úr aftursætunum a bílunum til þess að þurfa ekki að sitja á grasinu!!! Þau voru að til alla vega 6 í morgun og þegar Geiri labbaði fram hjá þeim áðan voru tvö af þremur tjöldum fallinn niður en labbir stóðu út úr... Bílarnir opnir upp á gátt en enginn inn í þeim!!! Hefði ekki viljað vera þau þegar þau vöknuðu!!! Eftir þetta stutta labb var bara farið inn í fína tjaldið okkar að sofa. Það var enginn svefngalsi í fólkinu í gær!!!


Það er nú ekki langt síðan að við vöknuðum og komum okkur á fætur en ævintýrin reka eitt af öðru. Þegar við ætluðum að koma okkur af stað, eftir að hafa komið öllu dótinu okkur í bílinn aftur, var bílinn rafmagnslaus!!! Geiri rölti af stað og hitti á fjölskyldu sem var nýbúin að kaupa sér skuldahala, nei ég meina fellihýsi, og þar sem þau voru e-ð hrædd um að fellihýsið myndi gera þau rafmagnslaus þá höfðu þau líka fjárfest í startköplum... Þeim fannst bara mjög ánægjulegt að fá að prófa kaplana!!!

Næsta ævintýri hófst svo rétt áður en við komum að Goðafossi þegar Skotthildur byrjaði allt í einu að öskra... Ósjálfráðu viðbrögðin hjá mér voru að öskra líka nema að eftir smá öskur þá öskraði ég "HVAÐ" og þá kemur í ljós að það var stór kónguló að skríða á framhandleggnum á Skotthildi. Skotthildur tók sig til og henti til hendinni hendinni sem varð til þess að kóngulóin fékk flugferð og hún fannst ekki þrátt fyrir umfangsmikla leit í aftursæti bílsins!!! Við erum á því að annað hvort hafi kóngulóin dáið úr hræðslu eða við hátíðniöskrin í mér og Skotthildi!!!

Bába Beck´s 
 
Skrifað 07/06 ´03 Kl: 22:30

Þessi partur bloggsins er skrifað á meðan á myndatoku stendur,,, Við erum svo miklir vitleysingar.... Það var stillt upp þessu helstu útilegu græjum, gsm síma, Ipod og fartölvu og síðan er verið að mynda mig og Lenu Dóru með geðveikum myndatökugræjum... Við erum sem sagt stödd í Vaglaskógi, rétt fyrir utan Akureyri og við erum nýbúin að tjalda nýja fína tjaldinu okkar... Við erum svo stolt af tjaldinu okkar að við tímum varla að taka það niður aftur... Við ætlum að taka fullt af flottum myndum að öllum græjunum sem við erum með og selja til söluaðila... Þannig er nýjasta hugmyndin að fjármagna ferðina okkar!!!

Við keyrðum sem sagt í dag frá Litla-Bæ og fórum í sund á Hólum!!! Eftir það lá leiðin í gegnum Ólafsfjörð og Dalvík... Á Dalvík fengum við afbragðast afgreiðslu í sjoppunni. Það var stelpa, sem heitir samkvæmt kassakvittuninni Freyja, sem afgreiddi okkur og eftir hvert eitt og einasta sem hún rétti okkur kom "og svona" "Gjörðu svo vel"... Þegar loksins kom að Geira að panta sér þá veðjaði hann á það að hún ætti eftir að segja þennan frasa 3svar sinnum og viti menn... Haldiði ekki að það hafi bara staðist, og við vorum næstum því öll sprungin úr hlátri... Svo keyrðu við inn á Akureyri þar sem stoppað var stutt, aðeins skotist í 10/11, verslað í matinn og að fá staðfestingu á því að það væri eitthvað opið á morgun og hinn...

Eftir að Lena og Geiri höfðu fengið að hlaupa upp allar tröppurnar hjá Akureyrarkirkju þá var haldið af stað í Vaglaskóg eða Næstum því skóg eins við köllum hann!!! Hérna sitjum við svo og högum okkur eins og hálfvitar...

Bába Beck´s 
laugardagur, júní 07, 2003
  Skrifað 07/06 ´03 Kl: 14:00

Við reyndum að fara Siglufjarðarskarð en neðst stóð að það væri lokað upp við skíðaskála... Við ennþá eins og sannir Íslendingar reyndum náttúrulega að keyra þarna yfir en við ákváðum nú að snúa við þegar við komum að snjósköflum, Benni er nefnilega ekki ennþá búinn að láta upphækka jeppann og gera hann að alvöru fjallajeppa. Þannig að við snerum við og fórum sömuleið til baka og við komum. Við löbbuðum nú samt heilmikið í gær, við l0bbuðum úr bílnum í sportvörubúðina (sem seldi Lottó, neibb ekki Lottó íþróttavörur heldur Lottó 5/38!!!), síðan þaðan yfir í stórmarkaðinn, þaðan síðan í mjólkurbúðina og líka út á Bensínstöðina!!! Og alltaf löbbuðum við í bílinn á milli. Svo þegar leiðin lá aftur heim á leið komust strákarnir að því að fína hleðslutækið sem átti að nota til að hlaða nauðsynjar unga fólksins í dag, þ.e.a.s digital myndavélina og ferðatölvuna.

Þegar við komum aftur í Litla-Bæ var tekið til við að grilla. Stelpurnar í eldhúsið og strákarnir út við grillið... Maturinn bragðaðist prýðilega þrátt fyrir langa veru á grillinu. Það var reyndar til þess að lítið varð úr heitu sósunni en sem betur fer hafði einhvern snillingur gripið með sér kalda piparsósu!!! Að loknum matnum var dregið mjög lýðræðislega með spilum upp á það hverjir yrðu settir í uppvaskið. Það kom síðan í hlut Pétur og mín í þetta skiptið...

Eftir matinn og smá afslappelsi þá var tekið upp á því að rölta upp á Bæ til Reynis og Svanhvítar þar sem ég hafði fyrr um kvöldið fengið að setja nauðsynjarnar í hleðslu... Við skelltum okkur svo í fótbolta til að reyna að hlaupa af okkur matinn og undirrituð var að sjálfsögðu í vinningsliðinu í báðum leikjunum sem teknir voru!!! Eftir fótboltann var svo fólk frekar orkulaust og var því lítið annað gert en að glamra á gítar, raula með, að lesa og leggja kapal. Ég tók út skammtinn minn af fangakapal, sem amma kenndi mér þegar ég var 7 ára, fyrir næsta árið eða svo!!! En þetta endaði allt með því að ég losnaði út eftir ca 2 tíma kapal leggingar... Ég var tilbúin til að fórna nætursvefni fyrir það að fá þennan kapal til að ganga upp. Núna eru krakkarnir búnir að fjarlægja alla spilastokka, þannig að ég snappi ekki í þessari ferð...

Svefngalsi kvöldsins snerist síðan um mig og flugnámið mitt eða ég tók alla vega til mín umræðurnar um flugnámið!!! Skotthildur er, eftir umræður kvöldsins, dottin úr fyrsta sætinu á listanum yfir þá sem fá að fljúga með mér þegar flugnámið er í höfn...

Núna erum við að keyra að Hólum í Hjaltadal til að skola af okkur skítinn og skella okkur í sund,,, Næstu uppfærslu er að vænta seint í kvöld eða um hádegisbil á morgun!!!

Bába Beck´s 
föstudagur, júní 06, 2003
  Skrifað 06/06 ´03 Kl: 16:00

Jæja nú er runninn upp annar dagur Hringferðar ehf... Við tókum daginn snemma með smá svefngalsa áður en við fórum að sofa... Ég, Geiri, Ylrún og Pétur héldum vöku fyrir Lenu Dóru... Ylrún hans Geira var mikið til tals og ég hef eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að hún sefur víða... En annars vöknuðum við snemma, miðað við tímann í USA... En það er náttúrulega annað tímatal hérna út á landi en í Reykjavík c",) Við komum okkur svo í stað svona rétt eftir hádegi í mikilvægan leiðangur... Við skelltum okkur á Siglufjörð til að fara í mjólkurbúðina ;) Hún er opin á sunnudögum líka, sem segir dáldið um bæjarlífið hérna. Og áfengið þar er afgreitt yfir borðið, ekki undir borðið... Ég ætla að fá 4 Breazzer, eina kippu af gull og rauðvínsflösku, æææ þetta hljómar hálf asnalega svona standandi við afgreiðsluborðið!!!

Núna sitjum við inn á Bensínstöðinni á Siglufirði og erum að fara að koma okkur í einhverjar skoðunarferðir... Prófum örugglega að keyra í gegnum Siglufjarðarskarð... Nánir upplýsingar að finna síðar...  
  Skrifað 05/06 ´03 Kl: 23:30

Jæja þá er fyrsti dagur hringferðar ehf kominn að kvöldi. Ferðin í dag telur 5 tíma akstur með stoppum, nokkrum stoppum og eknir voru 336 km.

Eftir mikið streð, miklar spekúlasjónir og mikið púsl, komst svona næstum því allt dótið í bílinn. Geiri á skilið mikið hrós fyrir þennan árangur. Ekki voru nú allir á eitt sammála um það að allt kæmist með, en meira að segja gítarinn hans Péturs fékk að koma með, þó að fyrirfram hafi verið ákveðið að hann væri það fyrsta sem fengið að fjúka við niðurpakkningu. Lengi vel leit nú ekki út fyrir það að ég myndi keyra því að ekki sást út um afturgluggann, en ég lét mig hafa það og brunaði svona einn hring til upphitunar, eða réttara sagt lítinn rúnt um bæinn til að redda því sem redda varð fyrir brottför.

Áætlaður brottfarartími var 1600 hours... En eins og sönnum íslendingum sæmir þá varð "smá" seinkun á upphafi ferðar. Raun brottfarartími var 17:37 zulu time... Ekkert varð úr því að skella sér fyrst í Múlalund, bústað ömmu og afa, þar sem að Kjalvegur hefur ekki enn verið opnaður alla leið. Um fjögur leytið var svona nokkurn veginn búið að ákveða hvorn hringinn ætti að fara, þarna legg ég áherslu á "nokkurn veginn". Við ætluðum nú að hlusta á veðurfréttir og festa síðan alveg niður leiðina en þar sem engar veðurfréttir heyrðust greip Geiri á það ráð að rífa veðurhorfurnar úr DV og viti menn, leiðin lá norður fyrir...

Ekki var nú mikið skoðað á þessum 336 km sem eknir voru... En margt var nú gert sér til dundurs eins og að spila, segja þjóðsögur, aðrar sögur c",), leggja sig og stoppa næstum því í hverjum þeim söluskála sem varð á leið okkar. Ýmsar nauðsynjar voru nú gripnar með á þessum stöðum s.s frisbídiskur, sólgleraugu og loftnetsmagnari fyrir GSM síma, allt reyna þessi Ericsson símaeigendur að gera til að ná upp signali í símanum sínum... heheheh... Hvernig haldiði svo að þetta apparat hafi virkað!!!

Ferðin lá í Litla-Bæ, sem myndi vera annað af tveimur ættaróðulunum mínum... Staðsett á Höfðaströnd í Skagafirði. Frábært útsýni yfir í Drangey og Þórðarhöfða.
Við komum svo í Litla-Bæ um 22:30, þar sem Haukur frændi var byrjaður að kynda upp fyrir okkur... Svo var blaðað aðeins í gestabókunum til að komast að því hvenær undirrituð hefði nú komið hingað síðast... Haldiði ekki að það séu eiginlega akkúrat 10 ár síðan ég var hér síðast, komin tími til að líta aðeins við... Við erum bara öll búin að vera að kjafta, nema kannski ég af því að ég var sett í það að skrifa niður ferðasögu dagsins. Ég er búin að fá hlutverk í þessari ferð, ég hef verið kosin Penni Hringferðar ehf... Þessi hlutskipti hljóta öll að fara að skýrast svona þegar líða tekur á ferðina... Við fengum okkur að borða og í miðri fæðuinntöku kom upp sú hugmynd að taka út brauðgerð á landinu. Við keyptum brauð frá Sauðárkróks Bakaríi, kornbrauð, og við komumst að því að það fær 4 sneiðar af 5 mögulegum... Strákarnir eru úti núna í mynda leiðangri og það er aldrei að vita hvort að það komi ekki bara myndir hérna inn fyrst að maður er nú með svona fína fartölvu með sér... :)

Morgundagurinn hefur ekki enn verið planaður en ég býst fastlega við því að farið verði í útsýnisferð hér um og jafnvel kíkt á Bolla og Matthildi frænku á Hólum í Hjaltadal og skroppið í sund... Jæja ég ætla að fara að vitja um strákana og reyna að draga Skotthildi upp úr bunka af gömlum séð og heyrt blöðum... c",)

Bába Beck´s 
  Jæja þá er fyrsti dagur hringferðar ehf kominn að kvöldi. Ferðin í dag telur 5 tíma akstur með stoppum, nokkrum stoppum og eknir voru 336 km.

Eftir mikið streð, miklar spekúlasjónir og mikið púsl, komst svona næstum því allt dótið í bílinn. Geiri á skilið mikið hrós fyrir þennan árangur. Ekki voru nú allir á eitt sammála um það að allt kæmist með, en meira að segja gítarinn hans Péturs fékk að koma með, þó að fyrirfram hafi verið ákveðið að hann væri það fyrsta sem fengið að fjúka við niðurpakkningu. Lengi vel leit nú ekki út fyrir það að ég myndi keyra því að ekki sást út um afturgluggann, en ég lét mig hafa það og brunaði svona einn hring til upphitunar, eða réttara sagt lítinn rúnt um bæinn til að redda því sem redda varð fyrir brottför.

Áætlaður brottfarartími var 1600 hours... En eins og sönnum íslendingum sæmir þá varð "smá" seinkun á upphafi ferðar. Raun brottfarartími var 17:37 zulu time... Ekkert varð úr því að skella sér fyrst í Múlalund, bústað ömmu og afa, þar sem að Kjalvegur hefur ekki enn verið opnaður alla leið. Um fjögur leytið var svona nokkurn veginn búið að ákveða hvorn hringinn ætti að fara, þarna legg ég áherslu á "nokkurn veginn". Við ætluðum nú að hlusta á veðurfréttir og festa síðan alveg niður leiðina en þar sem engar veðurfréttir heyrðust greip Geiri á það ráð að rífa veðurhorfurnar úr DV og viti menn, leiðin lá norður fyrir...

Ekki var nú mikið skoðað á þessum 336 km sem eknir voru... En margt var nú gert sér til dundurs eins og að spila, segja þjóðsögur, aðrar sögur c",), leggja sig og stoppa næstum því í hverjum þeim söluskála sem varð á leið okkar. Ýmsar nauðsynjar voru nú gripnar með á þessum stöðum s.s frisbídiskur, sólgleraugu og loftnetsmagnari fyrir GSM síma, allt reyna þessi Ericsson símaeigendur að gera til að ná upp signali í símanum sínum... heheheh... Hvernig haldiði svo að þetta apparat hafi virkað!!!

Ferðin lá í Litla-Bæ, sem myndi vera annað af tveimur ættaróðulunum mínum... Staðsett á Höfðaströnd í Skagafirði. Frábært útsýni yfir í Drangey og Þórðarhöfða.
Við komum svo í Litla-Bæ um 22:30, þar sem Haukur frændi var byrjaður að kynda upp fyrir okkur... Svo var blaðað aðeins í gestabókunum til að komast að því hvenær undirrituð hefði nú komið hingað síðast... Haldiði ekki að það séu eiginlega akkúrat 10 ár síðan ég var hér síðast, komin tími til að líta aðeins við... Við erum bara öll búin að vera að kjafta, nema kannski ég af því að ég var sett í það að skrifa niður ferðasögu dagsins. Ég er búin að fá hlutverk í þessari ferð, ég hef verið kosin Penni Hringferðar ehf... Þessi hlutskipti hljóta öll að fara að skýrast svona þegar líða tekur á ferðina... Við fengum okkur að borða og í miðri fæðuinntöku kom upp sú hugmynd að taka út brauðgerð á landinu. Við keyptum brauð frá Sauðárkróks Bakaríi, kornbrauð, og við komumst að því að það fær 4 sneiðar af 5 mögulegum... Strákarnir eru úti núna í mynda leiðangri og það er aldrei að vita hvort að það komi ekki bara myndir hérna inn fyrst að maður er nú með svona fína fartölvu með sér... :)

Morgundagurinn hefur ekki enn verið planaður en ég býst fastlega við því að farið verði í útsýnisferð hér um og jafnvel kíkt á Bolla og Matthildi frænku á Hólum í Hjaltadal og skroppið í sund... Jæja ég ætla að fara að vitja um strákana og reyna að draga Skotthildi upp úr bunka af gömlum séð og heyrt blöðum... c",)

ATH þetta er kannski publishað föstudaginn 6 Júní... 
Ferdalag fjormenningana um landid...

ARCHIVES
06/01/2003 - 07/01/2003 /


Powered by Blogger